Bifröst 2017
Kæru félagar!
Nú styttist óðum í náms- og skemmtiferð skólastjórnenda í Reykjavík. Ný stjórn sá enga ástæðu til að reyna að laga eitthvað sem ekki er bilað og ákvað því að halda sig við að fara með hópinn í Borgarfjörðinn, nánar tiltekið á Bifröst. Þaðan eigum við góðar minningar saman og vonandi hafa sem flestir tækifæri til að koma með og bæta í minningabankann. Nýjir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir í ferðina og stofna þar með minningarbók í Bifrastarbankanum.
Meðfylgjandi er dagskrá ferðarinnar:
Fimmtudagur 16. febrúar
13:30 Brottför frá Húsaskóla. Stoppað á Kjalarnesi og í Borgarnesi.
15:30 Komið á Bifröst. Lyklar afhentir.
16:00 Kaffi.
16:30 Umræðufundir.
17:30 Frjáls tími.
19:00 Fordrykkur.
19:30 Borðhald hefst. Veislustjórn í umsjón Lindu Heiðarsdóttur.
Föstudagur 17. febrúar
7:30 Morgunmatur hefst.
09:00 Hvetjandi leiðtogi. Erindi frá Svala Björgvinssyni.
12:00 Hádegismatur.
13:00 Heimferð.
Til að skrá sig í ferðina þarf að smella hér og fylla út skráningarblaðið.
Verði er stillt í hóf. Fyrir þá sem eru í eins manns herbergi kostar ferðin kr. 19.800 en kr. 17.900 fyrir þá sem eru í tveggja manna herbergi.
Kveðja;
Stjórnin