Aðalfundur 2016

Ritað .

Stjórn Félags skólastjórnenda í Reykjavík boðar til aðalfundar félagsins mánudaginn 3. október 2016 kl. 14:00-16:00.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

a)    Fundarsetning og skipan fundarstjóra og fundarritara.

b)    Skýrsla stjórnar.

c)    Reikningar lagðir fram.

d)    Lagabreytingar.

e)    Kosningar:

                Kosning skoðunarmanna reikninga.

Kosning formanns og varaformanns.

    Kosning þriggja meðstjórnenda.

f)     Önnur mál.

Rétt er að taka það fram að um lagabreytingar gilda eftirfarandi reglur:

Lögum Félags skólastjórnenda í Reykjavík má aðeins breyta á aðalfundi félagsins enda hafi breytingarnar verið kynntar í fundarboði. Tillögur um lagabreytingar þurfa að hafa borist stjórn þrem vikum fyrir aðalfund og skulu þær kynntar félagsmönnum eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.  Til þess að breyting nái fram að ganga verður hún að hljóta samþykki 2/3 hluta greiddra atvæða.

Boðið verður upp á kaffi og með því.

Sýnum nú samstöðu og mætum sem flest.

Þeir sem vilja gefa kost á sér í stjórn eru beðnir um að hafa samband við Guðlaugu Erlu í Ingunnarskóla (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

Með góðri kveðju,

Stjórnin