Bókun á 64. fundi skóla- og frístundaráðs 3.9.2014

Ritað .

Bókun á 64. fundi skóla- og frístundaráðs 3.9.2014

Fulltrúi Félags skólastjórnenda í Reykjavík vill beina því til skóla- og frístundaráðs að mikilvægt er að skapa fjárhagslegt svigrúm til að sinna megi öllum nemendum grunnskólanna og þá ekki síst nemendum sem eiga við fjölþættan vanda að stríða. Brýn þörf er á að skapa skilyrði til að öllum börnum geti liðið vel og að þau séu örugg í grunnskólunum en til þess að svo megi vera þarf að skapa viðeigandi úrræði í skólaumhverfinu og slíkt kallar á aukið fjármagn.

Einnig er bent á að þörf á því að skapa stjórnendum grunnskólanna þau skilyrði að þeir geti sinnt þeim faglegu málefnum sem þeim ber að sinna. Bent er á að árið 2009 var 30% niðurskurður í viðbótar stjórnunarkvóta til grunnskólanna og árið 2010 var 20% niðurskurður í stjórnunarkvóta til grunnskólanna, samtals hefur því stjórnunarkvótinn dregist saman um 50% eftir hrun. Úr þessu þarf að bæta á nýju fjárhagsári svo stjórnendur grunnskólanna geti verið þeir faglegu leiðtogar sem þeir eiga að vera.