Bókun fulltrúa skólastjóra 1.október 2014

Ritað .

Áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda í grunnskólum lagði fram svohljóðandi trúnaðarbókun á fundi skóla- og frístundaráðs 1. október 2014 þegar fjallað var um drög að fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs 2015:

Fulltrúi Félags skólastjórnenda í Reykjavík fagnar aukinni fjárveitingu til stuðnings við börn með fjölþættar raskanir svo skólarnir geti betur sinnt skyldu sinni gagnvart þessum nemendahópi. Einnig er það þakklátt að aukið fjármagn sé sett í aukna áherslu í að efla lestrarfærni nemenda.

Fulltrúi skólastjórnenda tekur undir það sem fram kemur í starfs- og fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs að mikilvægt sé að leggja áherslu á framsækna stjórnun þar sem stefna, hlutverk og markmið SFS eru skýr um leið og stjórnunin einkennist af ásetningi til umbóta. Ásamt því að auka sveigjanleika og sjálfstæði kennara og skólastjórnenda til að þróa, bæta og auka fjölbreytni í skóla- og frístundastarfi, í samráði og samstarfi. Fulltrúa skólastjórnenda þykir miður að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 gefi ekki svigrúm til viðbótar stjórnunar eða sveigjanleika í skipulagi í grunnskólum Reykjavíkur og minnir á að frá árunum 2009-2010 hefur viðbótar stjórnunarkvótinn verið dregin saman um 50%. Nauðsynlegt er að skapa betri skilyrði í grunnskólunum til faglegrar þróunar og gera stjórnendum kleift að vera þeir faglegu leiðtogar sem þeir eiga að vera svo grunnskólar Reykjavíkur geti verið í fararbroddi í faglegri þróun.