Dr. Gunnar Berg og Þorkell Daníel með erindi

Ritað .

Fimmtudaginn 7. mars hélt félagið fræðslufund í Réttarholtsskóla. Aðalerindi fundarins flutti dr. Gunnar Berg, prófessor við Mittuniversitetet í Svíþjóð. Á undan erindi Berg kynnti Þorkell Daníel Jónsson, aðstoðarskólastjóri Selásskóla, lokaverkefni sitt til meistaraprófs, Svigrúm til athafna. Í verkefninu er greiningarlíkani Gunnars (frirumsmodellet) beitt til að greina svigrúm eins skóla í Reykjavík.

 

Fimmtudaginn 7. mars hélt félagið fræðslufund í Réttarholtsskóla. Aðalerindi fundarins flutti dr. Gunnar Berg, prófessor við Mittuniversitetet í Svíþjóð. Á undan erindi Berg kynnti Þorkell Daníel Jónsson, aðstoðarskólastjóri Selásskóla, lokaverkefni sitt til meistaraprófs, Svigrúm til athafna. Í verkefninu er greiningarlíkani Gunnars (frirumsmodellet) beitt til að greina svigrúm eins skóla í Reykjavík.

Dr. Berg hefur frá því um miðjan sjöunda áratuginn rannsakað svigrúm skóla til umbóta- og þróunarstarfa og sett fram kenningu um svigrúmið. Samkvæmt kenningunni afmarka ríki og samfélag svigrúm skóla en það getur verið erfitt fyrir stjórnendur og starfsfólk skólanna að átta sig á hvert það er í raun og veru vegna þess hversu óljós og margþætt mörkin eru. Eitt af mikilvægustu hlutverkum skólastjórnenda er að greina og nýta það svigrúm sem skólinn hefur til að þróa dagleg störf innan hans. Í erindi sínu sagði Gunnar ennfremur frá umbótavinnu sinni með grunnskólum í Svíþjóð. 

Stjórn Féskór kann þeim kærar þakkir fyrir erindin.