Þelamerkurskóli

Ritað .

Fyrsta færslan er frá Þelamerkurskóla í Eyjafirði.  Hér getur að líta röð helstu aðgerða, sem þó skarast. Skólinn hófst snemma handa við innleiðinguna eins og einnig má sjá af opinberri innleiðingaráætlun skólans. Smellið einnig hér að neðan og lesið meira. 

 

Fyrsta færslan er frá Þelamerkurskóla í Eyjafirði.  Hér getur að líta röð helstu aðgerða, sem þó skarast. Skólinn hófst snemma handa við innleiðinguna eins og einnig má sjá af opinberri innleiðingaráætlun skólans.


1.

Almenni hlutinn lesinn – gerðum það vorið 2012. Hver og einn las fyrir sig og m.a. var gefinn fundartími til þess.

2.  Vinna með almenna hlutann – gerðum það vorið 2012. Kennurum skipt í hópa og fengnar spurningar til að ræða. Komum saman og ræddum niðurstöður hópanna. Hvað er merkilegast? Hver er mesta nýjungin/áskorunin fyrir okkur? Hvar eigum við að byrja?
3. Grunnþættirnir – mátum stöðuna í hverjum þætti í starfi skólans, gerðum það vorið 2012. Kennurum skipt í hópa og metið hvernig við stöndum okkur í hverjum grunnþætti og skrásett þau atriði í skólastarfinu sem eiga tengingu við hvern grunnþátt.
4.  Námsmatið – í umræðum kom í ljós að brýnast var að aðlaga okkur nýju námsmati og að gefa okkur tíma í það. Forgangur á haustönn 2012.
  1. lásum kaflann vel – vorönn 2012
  2. fengum kynningu frá Jóni Baldvini Hannessyni skólastjóra um fyrirkomulag námsmats í Giljaskóla – vorönn 2012
  3. fórum í námsferð til Dalvíkur og í Fjallabyggð til að heyra um nýjar aðferðir þeirra í námsmati – vorönn 2012
  4. héldum vinnufund og unnum úr hugmyndum okkar um nýtt námsmat – júní 2012
  5. stýrihópur um innleiðingu nýs námsmats – stofnaður haustönn 2012, skilaði af sér í okt./nóv 2012. Gögn frá hópnum koma á heimasíðu okkar 19. nóv.
5. Grunnþættirnir í skólanámskrá – nýr texti í almennan hluta skólanámskrárinnar stýrihópur vinnur það uppúr stöðumatinu á síðasta skólaári og býr til almennan texta úr því (stutt)
6. Þemahefti um grunnþættina – lesum þau á fundatíma á vorönn. Á eftir að sjá lengdina á hverju hefti (bara 3 komin) en tel að hver kennari þurfi að kynna sér vel öll heftin. Hvert þemahefti sem út er komið er 60 bls. svo það þarf að gefa kennurum tíma úr 4,14 til að lesa uþb 360 bls. og að ígrunda það sem hann les. Hvernig rímar það sem hann les við kennsluskipulag hans í dag? Þarf að breyta einhverju og þá hverju? Hvernig mun það geta gerst? Og hvernig á að meta að það gerist?
7.  Námskrár faggreina – ekki verður pressað á kennara að kynna sér þær fyrr en þeir hafa kynnt sér þemaheftin og komist að niðurstöðu um hvernig þættirnir hafi áhrif á kennsluna. Tekinn frá tími í lestur á námskrám faggreina og hópastarf (f. forgangsröðun) á starfsdögum í júní 2013 og svo skila kennarar lestraráætlun á námskránum eftir að skólaárinu lýkur (hluti af 150 tímunum sem sinna á yfir sumarmánuðina). Síðan byrjum við næsta skólaár á hópastarfi um nýjar námskrár faggreina og þá eiga námskrár námshópanna að endurspegla grunnþættina og nýjar námskrár faggreina. Sl. haust fengum við kynningu frá Páli Skúlasyni um námskrána í samfélagsgreinum og höfum við þegar lesið hana en ekki rætt hvaða áhrif hún hefur á fyrirkomulagið hjá okkur.