Dr. Gunnar Berg og Þorkell Daníel með erindi

Ritað .

Fimmtudaginn 7. mars hélt félagið fræðslufund í Réttarholtsskóla. Aðalerindi fundarins flutti dr. Gunnar Berg, prófessor við Mittuniversitetet í Svíþjóð. Á undan erindi Berg kynnti Þorkell Daníel Jónsson, aðstoðarskólastjóri Selásskóla, lokaverkefni sitt til meistaraprófs, Svigrúm til athafna. Í verkefninu er greiningarlíkani Gunnars (frirumsmodellet) beitt til að greina svigrúm eins skóla í Reykjavík.

Bókun á fundi Skóla- og frístundaráðs 15.10.2014

Ritað .

Bókun frá fulltrúa Félags skólastjórnenda – 15.10.2014

Fulltrúi Félags skólastjórnenda í Reykjavík fagnar því að mat verði lagt á notkun upplýsingatækni í grunnskólum borgarinnar og að hugað verði sérstaklega að því að stuðla að jöfnuði nemenda hvað varðar tæknibúnað. Einnig ber að fagna því að sviðið hafi hug á að gera átak í símenntun kennara í þessum málaflokki. Á sama tíma er því komið á framfæri að nauðsynlegt er að endurskoða þjónustu UTD við grunnskóla borgarinnar í samræmi við þróun í upplýsingatækni og aukningu á notkun snjalltækja í kennslu. Þörf er á því að skoða kostnað og umfang þjónustu UTD og kanna hvort þjónustan sé nægilega skilvirkt og hagkvæm eins og fyrirkomulagið er í dag. Nauðsynlegt er að tryggja að skólarnir fái fjárhagslegt svigrúm til að sinna þessum málum svo sómi sé af, bæði hvað varðar tæknibúnað, þjónustu og kennslumagn.