Dr. Gunnar Berg og Þorkell Daníel með erindi
Fimmtudaginn 7. mars hélt félagið fræðslufund í Réttarholtsskóla. Aðalerindi fundarins flutti dr. Gunnar Berg, prófessor við Mittuniversitetet í Svíþjóð. Á undan erindi Berg kynnti Þorkell Daníel Jónsson, aðstoðarskólastjóri Selásskóla, lokaverkefni sitt til meistaraprófs, Svigrúm til athafna. Í verkefninu er greiningarlíkani Gunnars (frirumsmodellet) beitt til að greina svigrúm eins skóla í Reykjavík.