Vorfundur Félags skólastjórnenda í Reykjavík
Kæru félagsmenn þann 29. apríl verður árlegur vorfundur félagsins haldinn. Fundur verður síðdegis með hefbundnu sniði svo takið daginn frá. Dagskrá verður send út fljótlega.
Kæru félagsmenn þann 29. apríl verður árlegur vorfundur félagsins haldinn. Fundur verður síðdegis með hefbundnu sniði svo takið daginn frá. Dagskrá verður send út fljótlega.
Náms- og skemmtiferð Félags skólastjórnenda í Reykjavík
18.-19. febrúar
Yfirskrift námskeiðsins er
Leiðbeinandi samtöl sem verkfæri í kennslufræðilegri forystu
Verð: 30.000 kr.
Dagskrá
Fimmtudagurinn 18. febrúar
13:00 Lagt í hann (nánar auglýst síðar, fer eftir staðsetningu á skólastjórafundi að morgninum)
15:00 Komið að Bifröst og farið beint í kaffi
15:30 Félagsfundur Umræður í hópum
16:45 Maður er manns gaman
17:30 Frjáls tími
19:00 Matur og frjáls tími fram á rauða nótt
Föstudagur 19. febrúar
8:30 Morgunverður
9:30‐12:00 Fræðsla
Leiðbeinandi samtöl sem verkfæri í kennslufræðilegri forystu:
Leiðbeinendur fræðslu:Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla í Hörgársveit og varaformaður Skólastjórafélags Íslands og Halldór S. Guðmundsson, dósent við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar
12:00-13:00 Matur
13:00‐14:00 Fræðsla, framhald
14:30 Kaffi og heimferð
Á fundi skólastjóra 7. janúar síðastlðin var samþykkt ályktun. Þessi ályktun var í framhaldi send á kjörnafullrtúa í Skóla-og frístundaráði Reykjavíkur einnig var hún send á alla helstu fjölmiðla landsins. Ályktunin má sjá hér aðneðan:
Ályktun fundar skólastjóra grunnskóla Reykjavíkur 7. janúar 2016
Fundur skólastjóra í Reykjavík, haldinn þann 7. janúar 2016, lýsir yfir verulegum áhyggjum af fjárhagslegri stöðu grunnskólanna í borginni og skertri þjónustu við nemendur.
Umtalsverður niðurskurður, sem gripið var til í kreppunni, bæði á almennum rekstri og stjórnun, hefur ekki verið bættur og því hefur rekstur skólanna verið afar erfiður. Á síðustu árum hefur niðurskurður enn verið aukinn og í því sambandi má benda á niðurskurð til sérkennslu á árinu 2015, þar sem fjármagn hefur ekki fylgt launaþróun, auk niðurskurðar til annarra þátta. Sú ákvörðun borgaryfirvalda að skólar flytji nú með sér halla á rekstri ársins 2015 yfir á 2016 mun, um leið og boðaður er frekari niðurskurður, eingöngu leiða til skertrar þjónustu við nemendur í grunnskólum borgarinnar á komandi misserum.
Fjármagn til grunnskólanna í borginni hefur ekki fylgt þeirri verðlags- og launaþróun sem orðið hefur. Áhyggjur eru af því að fjármagn til reksturs grunnskóla í Reykjavík sé alls ekki í takt við lögboðið hlutverk og skyldur hans.