Fundir til vors!

Ritað .

Á síðasta fundi stjórnar var dagskrá félagsins fram til vors ákveðin.  Við biðjum ykkur því að taka eftirfarandi daga frá til að geta tekið þátt í starfinu okkar. 

12. nóvember verður fundur á Grand Hótel  og hefst sá fundur klukkan 12:00. Þar mun Þórkatla Aðalsteinsdóttir vera með erindi um að þrífast í álagsstarfi og halda gleðinni á meðan við borðum léttan hádegisverð saman.

18. og 19. febrúar verður árleg námsstefna á Bifröst.

17. mars verðum við með fræðslufund þar sem áherslan verður á jafningjafræðslu. Þar fáum við kollega til að kynna fyrir okkur meistaraverkefni sem þeir hafa nýlokið við.

29. apríl verðum við svo með vorfundinn okkar.

Til viðbótar við þetta má reikna með að boðað verði til funda þegar samningaviðræðum lýkur sem vonandi verður fljótlega og eins til að ræða málefni sem kunna að koma upp.

Félagsfundur 12. nóvember 2015

Ritað .

Takið nú frá hádegið (kl. 12:00-14:00) þann 12. nóvember. Við ætlum að hittast á Grandhótel, salurinn heitir Gallerí, sami salur og við vorum í síðast.

Við fáum súpu dagsins ásamt nýbökuðu brauði og kaffi fylgir.

Dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.

Bókanir á fundum Skóla- og frístundaráðs

Ritað .

Á haust dögum hefur fulltrúi Félags skólastjórnenda í Reykjavík í Skóla- og frístundaráði lagt fram bókanir sem varða mál sem hafa verið fyrirferðamikil í umræðu undanfarnar vikur. Bent er á að þessar bókanir má lesa hér á heimasíðunni með því að smella á hnappinn hér til hægti "Bókanir í Skóla og frístundaráði"